Páskafrí nemenda

Páskafrí nemenda hefst föstudaginn 11. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. apríl. Gleðilega páska!

Prenta | Netfang

,,Menntun núna" í Breiðholti

Námsflokkar Reykjavíkur munu taka þátt í verkefninu „Menntun núna“, sem er staðsett í Breiðholti. Verkefninu er ætlað að ná til ungs fólks sem hefur horfið frá námi um stundarsakir en vill komast aftur af stað. Framlag Námsflokkanna kallast „Námskraftur í Breiðholti“ og er 6–8 vikna námskeið, einkum í íslensku og stærðfræði.

Prenta | Netfang

Þemadagar

Miðvikudaginn 19. mars og fimmtudaginn 20. mars eru þemadagar í Námsflokkunum og er markmiðið að bjóða nemendum valkosti í menntun. Margt forvitnilegt er á dagskrá: hellaferð, heimspekikaffi, núvitund, hamingjuhornið, tapas-gerð, fyrirlesturinn: ,,Af hverju er barnið mitt ekki úti að borða sand?", draumar, skapandi skrif og stærðfræðimaraþon. Eru nemendur eindregið hvattir til að nýta sér þessa fjölbreyttu valkosti til að auðga andann.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...