Innritun fyrir Námskraft

Innritun stendur yfir í Námskraft fyrir vorönn 2020. Áhugasamir hafi samband í síma 411-6540 eða á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gleðilegt ár!

Prenta | Netfang

Yfirlit yfir síðustu dagana í Námskrafti á haustönn 2019

Síðustu dagar annarinnar verða með aðeins breyttu sniði vegna Fab Lab daga. 

Hefðbundin stundaskrá verður til og með fimmtudeginum 5. desember. Sumir nemendur hafa lokið stærðfræðiáfanga og þurfa því ekki að sitja stærðfræðitíma.

Föstudaginn 6. desember mætir B-hópur (íslenska) samkvæmt hefðbundinni stundaskrá en A-hópur (heimspeki) mætir í Fab Lab til 13:15.

Mánudaginn 9. desember mæta báðir hópar kl. 8:30 í heimspeki eða íslensku eftir því sem við á og er þá síðasti dagur til að skila verkefnum í þeim fögum. 

Kl. 11 að loknum tímum í íslensku og heimspeki þreyta þeir stærðfræðipróf sem eiga það eftir. Aðrir mega fara heim. 

Þriðjudaginn 10. desember mætir B-hópur (íslenska) í Fab Lab kl. 8:30 og er búinn kl. 13:15. Frí í hinum hópnum.

Miðvikudaginn 11. desember mætir A-hópur (heimspeki) í Fab Lab kl. 8:30 og er búinn kl. 13:15. Frí í hinum hópnum.

Fimmtudaginn 12. desember mætir B-hópur (íslenska) í Fab Lab kl. 8:30 og er búinn kl. 13:15. Frí í hinum hópnum. 

Föstudaginn 13. desember verður í boði að fara í sjúkrapróf í stærðfræði kl. 9 sem kostar 2.000kr. Aðrir eru í fríi. 

Mánudaginn 16. desember er útskrift úr Námskrafti kl. 13 og aðstandendur velkomnir með nemendum. 

Sjá einnig yfirlit fyrir nóvember og desember hér. 

Prenta | Netfang