Þemadagar

Miðvikudaginn 19. mars og fimmtudaginn 20. mars eru þemadagar í Námsflokkunum og er markmiðið að bjóða nemendum valkosti í menntun. Margt forvitnilegt er á dagskrá: hellaferð, heimspekikaffi, núvitund, hamingjuhornið, tapas-gerð, fyrirlesturinn: ,,Af hverju er barnið mitt ekki úti að borða sand?", draumar, skapandi skrif og stærðfræðimaraþon. Eru nemendur eindregið hvattir til að nýta sér þessa fjölbreyttu valkosti til að auðga andann.

Prenta | Netfang

Nýjar stundaskrár

Nýjar stundaskrár eru komnar á vefinn. Nokkrar breytingar hafa orðið á stundaskrám Kvennasmiðju 17 og Karlasmiðju. Hjá Námsbrú og Námskrafti A hafa orðið stofubreytingar á fimmtudögum.

Prenta | Netfang

Framhaldsskólakynning

Almenn framhaldsskólakynning verður haldin í fyrsta sinn dagana 6.-8. mars, í Kórnum í Kópavogi. Á sama tíma verður haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina og þar af leiðandi margt að sjá.

Lesa meira

Prenta | Netfang

Útskrift

Miðvikudaginn 18. desember var útskrift hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Útskrifuðust tæplega 70 nemendur með sóma. Óskum við þeim öllum til hamingju með þennan merka áfanga.

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga