Þemadagar
Miðvikudaginn 19. mars og fimmtudaginn 20. mars eru þemadagar í Námsflokkunum og er markmiðið að bjóða nemendum valkosti í menntun. Margt forvitnilegt er á dagskrá: hellaferð, heimspekikaffi, núvitund, hamingjuhornið, tapas-gerð, fyrirlesturinn: ,,Af hverju er barnið mitt ekki úti að borða sand?", draumar, skapandi skrif og stærðfræðimaraþon. Eru nemendur eindregið hvattir til að nýta sér þessa fjölbreyttu valkosti til að auðga andann.