Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

Dagana 30. apríl-3. maí tóku Námsflokkar Reykjavíkur þátt í sýningunni Skóla- og frístundaborgin Reykjavík í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var hægt var að kynnast því hvernig börn og ungt fólk læra og þroskast í gegnum fjölbreyttan leik nám og starf. Var sýningin í tengslum við Barnamenningarhátíð. Tókst hún vel og var þátttaka góð.

Prenta | Netfang

Páskafrí nemenda

Páskafrí nemenda hefst föstudaginn 11. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. apríl. Gleðilega páska!

Prenta | Netfang

,,Menntun núna" í Breiðholti

Námsflokkar Reykjavíkur munu taka þátt í verkefninu „Menntun núna“, sem er staðsett í Breiðholti. Verkefninu er ætlað að ná til ungs fólks sem hefur horfið frá námi um stundarsakir en vill komast aftur af stað. Framlag Námsflokkanna kallast „Námskraftur í Breiðholti“ og er 6–8 vikna námskeið, einkum í íslensku og stærðfræði.

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga