Skóladagatal komið inn
Skóladagatal haustannar er komið inn. Farið er inn á Um okkur og svo í Skóladagatal. Dagatal til útprentunar er að finna hér.
Skóladagatal haustannar er komið inn. Farið er inn á Um okkur og svo í Skóladagatal. Dagatal til útprentunar er að finna hér.
Aldrei of seint!
Langar þig í stutt hagnýtt nám?
Námssprettir í september og október!
Tvisvar í viku, ýmist á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum, kl. 14:00-16:00. Alls 16 skipti
Umsókarfrestur út ágúst.
Skráning: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 411-6540
Fyrirhugaðir eru svokallaðir námsprettir á haustönn. Um er að ræða námspretti í íslensku, menningarmiðlun, dönsku, ensku, spænsku, spænskri matargerð, heimspeki/siðfræði og list- og verkgreinum. Hver grein verður kennd eftir hádegi tvisvar í viku. Kennsludagar eru mánudagar-fimmtudagar. Kennslutímabil er 1. september-30. október. Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðu í ágústbyrjun.
Menntun núna verkefnið í Breiðholti býður upp á námsbrautina ,,Námskraftur í Breiðholti" frá Námsflokkum Reykjavíkur og er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Námskeiðið verður í Miðbergi/Gerðubergi og hefst fimmtudaginn 21. ágúst og lýkur miðvikudaginn 1. október. Kennt er mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11:00-14:30 eða 14:50. Námið er nemendum að kostnaðarlausu, að öðru leyti en því að þeir þurfa að kaupa stílabækur/vinnubækur.
Í Námskrafti er kennd íslenska og stærðfræði, en námið er metið eftir getu og árangri hvers og eins, eða allt að 4 einingum. Hópastærð er 8-15 nemendur, námskeiðið nær yfir 6 vikur og heildarviðvera yrði 4 x 3,5 klst á viku. Vikulegur kennslustundafjöldi í íslensku og stærðfræði er 8 kennslustundir í hvorri grein auk 2,6 kennslustunda í lífsleikni/hópefli/námstækni/sjálfsefling/samfélagslæsi.
Nemendur geta leitað eftir stuðningi frá náms- og starfsráðgjafa Menntunar núna á meðan á námi stendur og að því loknu, auk þess að geta nýtt sér félags- og fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna lestarerfiðleika og stuðningskennslu á vegum verkefnisins, sjá nánar á www.reykjavik.is/menntun-nuna
Nýjar stundatöflur fyrir Karlasmiðju, Kvennasmiðju 16 og Grettishópana eru komnar á vefinn. Nemendur, endilega kynnið ykkur þær. Þær eru undir Námsleiðir hér efst á síðunni.
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Sími: 411-6540
Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is
Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga