Páskafrí nemenda

Páskafrí nemenda hefst að lokinni kennslu föstudaginn 27. mars. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 8. apríl. Njótið frísins!

Prenta | Netfang

Þemadagar í lok febrúar

Þemadagar voru í lok febrúar og tókust þeir með ágætum. Ýmislegt var í boði, svo sem jóga, Feng Shui, hellaferð, kynning á spilum frá Spilavinum, stærðfræðimaraþon, heimspekikaffi og matreiðsla.  

Prenta | Netfang

Umsóknir í Starfskraft óskast!

Ekki náðist í hóp til að geta byrjað á áætlun og höfum við frestað Starfskrafti um 2 vikur eða til fimmtudagsins 12. febrúar.
 
Öllum umsækjendum er boðið í kynningarviðtal í Námsflokka Reykjavíkur.
 
Skilyrðið er að vera 16-18 ára ungmenni búsett í Reykjavík sem hvorki stundar nám né vinnu.  (Vísun þarf að koma frá þjónustumiðstöð Reykjvíkurborgar).
 
Starfskraftur er rúmlega 14 vikur, eða ein önn. Hefst 12. febrúar og lýkur 22. maí.
 
Byrjar fyrstu 4 vikurnar á námskeiðum í Námsflokkum Reykjavíkur, alla virka daga í 2-3 tíma á dag (aldrei byrjað fyrir kl. 10).
 
9 vikna starfsþjálfun, 3 daga vikunnar í allt að 6 tíma á dag. Greidd eru laun fyrir unna starfsþjálfunartíma.
Á sama tíma er sjálfstyrking, náms- og starfsfræðsla og hópefli og menningarferðir 2 daga vikunnar í Námsflokkum Reykjavíkur. Mætingarskylda er í Námsflokkana.
 
Endað er með sameiginlegu lokaverkefni og útskrift.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um viðkomandi á bæði:
Jódísi Káradóttur This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og
Þóru Björgu Guðjónsdóttur This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Sjá einnig annaryfirlit og bækling.

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga