Kennsla í Námskrafti hefst samkvæmt stundaskrá á morgun 12. apríl eftir páskaleyfi
Hlökkum til að sjá nemendur í Námskrafti á morgun, miðvikudaginn 12. apríl samkvæmt stundaskrá kl. 8:30.
Nú eru aðeins 17 kennsludagar eftir af önninni samkvæmt stundaskrá og síðan listasmiðjudagar.
Útskrift úr Námskrafti af vorönn verður miðvikudaginn 17. maí kl. 13:00.
Sjá annaryfirlit fyrir vorönn hér.
Nemendur sem eru á vor-/sumarönn í íslensku mæta í íslenskutíma samkvæmt núverandi stundaskrá til og með miðvikudeginum 10. maí.
Frá og með mánudeginum 15. maí hefst ný stundaskrá í íslensku þar sem kennt verður mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 10:00-12:20 í 4 vikur, til og með föstudeginum 9. júní (athugið að ekki er kennt á miðvikudögum á þessu tímabili).
Föstudaginn 9. júní verður kaffi að lokinni kennslu í íslensku og síðan rafræn afhending skírteina viku síðar.