Skyndihjálpardagar hálfnaðir og undirbúningsáfangi í íslensku hefst í næstu viku
Nú eru skyndihjálpadagarnir hálfnaðir. Nemendur mæta á morgun föstudaginn 27. janúar og mánudaginn 30. janúar í skyndihjálp frá kl. 8:30-11:50. Sjá stundaskrá skyndihjálpardaga hér.
Þeir sem lokið hafa skyndihjálpinni áður mæta í STÆRÐFRÆÐI kl. 8:30 á morgun föstudag, 27. janúar og MYNDLIST kl. 11:10 á mánudaginn, 30. janúar samkvæmt sinni stundaskrá þessa daga. Sjá stundarskrá hér.
Á þriðjudeginum 31. janúar hefst svo undirbúningsáfangi í íslensku á vor-sumarönn fyrir þá sem þurfa að taka þann áfanga. Sjá stundaskrá hér.
Opið er fyrir umsóknir í Námskraft og áhugasamir beðnir um að hafa samband hér.