Staðnám í Námsflokkunum ýmist frá miðvikudegi 18. nóv. eða fimmtudegi 19. nóv.
Nemendur í Námskrafti A, B og D eiga að mæta samkvæmt vetrarstundaskrám í staðnám á morgun, miðvikudag 18. nóvember.
Námskraftur A og B mæta kl. 8:30 og eru búin 13:30 en D-hópur er frá 11-13:30 (sjá stundaskrár aðeins neðar).
Nemendur í Námskrafti C og Karlasmiðju 11 eiga að mæta samkvæmt vetrarstundaskrá í staðnám á fimmtudaginn 19. nóvember.
Námskraftur C kl. 11-13:30 og Karlasmiðja kl. 9 (sjá stundaskrár aðeins neðar).
Námsflokkunum hefur verið skipt í tvö hólf og hefur stofuskipani á stundaskrám verið breytt örlítið frá því fyrr á önninni.
Þá er gengið inn um neyðarútgang sunnan megin (hjá sjálfsala og reykingaaðstöðu) í stofur 2, 3 og 4 (list- og verkgreinar),
en aðaldyr fyrir stofur 5, 6 og 7.
Nemendur mæta beint í viðeigandi stofu um réttar útidyr og verða að fara út og inn aftur ef skipta þarf um stofu á miðjum degi.
Kaffistofa verður áfram lokuð og minnum við nemendur á að koma með eigið nesti.
Grímuskilda er innandyra.
Sjá stundatöflur hópa hér fyrir neðan:
Karlasmiðja 11: 16.-20. nóvember / 23. nóvember - 11. desember / 14.-17. desember
Námskrfatur A: 16.-20. nóvember / 23. nóvember - 7. desember / Fab Lab tafla kynnt síðar.
Námskraftur B: 16.-20. nóvember / 23. nóvember - 7. desember / Fab Lab tafla kynnt síðar.
Námskraftur C: 19. nóvember - 11. desember
Námskraftur D: 18. nóvember - 11. desember