Breytingar á fyrirkomulagi kennslu í Námsflokkunum á meðan hert samkomubann Almannavarna er í gildi

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að kennsla fari hér eftir fram í fjarnámi og hafa nemendur fengið upplýsingar um hagi fjarnáms hjá hverjum hópi. 

Skrifstofan verður opin á morgun fimmtdaginn 26. mars og föstudaginn 27. mars frá 9-12. 

Skrifstofan verður lokuð frá og með 30. mars til og með þriðjudeginum 14. apríl. 

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Iðunni forstöðumann í síma 664-8603 eða Jódísi náms- og starfsráðgjafa í síma 664-8606

Í ljósi aðstæðna bendum við á áhugaverðan netfyrirlestur Bataskóla Íslands sem ber nafnið Hvernig getum við dregið úr kvíða á óvissutímum? og hefst kl. 14 á morgun fimmtudaginn 26. mars í netheimum. Þeir sem hafa áhuga geta smellt á Zoom-hlekk sem mun birtast þar klukkutíma fyrir fyrirlesturinn á Facebooksíðu Bataskólans

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 08:15 til 14:15 alla virka daga