Formleg kennsla fellur niður á morgun þriðjudaginn 17. mars í Námskrafti en þá hefst fjarnám í íslensku og heimspeki.

Formleg kennsla í Námskrafti fellur niður á morgun þriðjudaginn 17. mars en þá hefst fjarnám í íslensku og heimspeki og fær hvor hópur um sig upplýsingar um verkefni sem þeir eiga að vinna að heima og eiga að vera í tölvupóstssamskiptum við viðeigandi kennara. Einnig munu kennarar, náms- og starfsráðgjafar og annað starfsfólk fylgja námi nemenda eftir með símtölum á næstu dögum. 
Verið er að finna lausnir svo hægt sé að kenna listir og stærðfræði í stað- eða fjarnámi næstu vikurnar og erum við að bíða eftir ítarlegri leiðbeiningum svo við getum fundið viðeigandi útfærslu. Við vonumst til að geta upplýst um fyrirkomulag þess á morgun.
Við hvetjum alla nemendur til að halda áfram að reikna heima þar sem hver og einn er staddur og minnum á að svör við dæmum eru aftast í bókunum. Allir nemendur í Námskrafti áttu að útvega sér viðeigandi stærðfræðibók í byrjun annar ásamt skriffærum, reikningsbók og viðeigandi vasareikni fyrir bækurnar STÆ 105 og STÆ 225. 
Ef nemendur voru ekki búnir að útvega sér viðeigandi gögn er mikilvægt að hver og einn geri það núna. Sjá bókalista hér.

Prenta | Netfang

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 08:15 til 14:15 alla virka daga