Viltu læra að sauma, breyta, bæta og skapa?

Þá erum við með námskeiðið fyrir þig!

Á tímabilinu 31. október-16. nóvember verða kenndir saumar hjá Námsflokkum Reykjavíkur, ef þátttaka verður næg. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 11:15-13:15.

Kennari er Íris Berg, fatahönnuður. Kennslan er sniðin að þörfum og getu hvers og eins og við getum lofað skemmtilegri samveru 😊

Námskeiðið kostar 22 þúsund, án efniskostnaðar.

Prenta | Netfang