Starfskraftur

Markmiðið með Starfskrafti er að hjálpa ungu fólki sem stundar hvorki nám né vinnu að finna lífi sínu farveg með starfsþjálfun, sjálfstyrkingu, ráðgjöf og fræðslu um nám og störf. Verkefnið stendur yfir í 16 vikur og er samstarfsverkefni Námsflokka Reykjavíkur og Velferðasviðs Reykjavíkurborgar.

Fyrir hverja er verkefnið starfskraftur?

Verkefnið Starfskraftur er ætlað ungu fólki á aldrinum 16 - 18 ára sem hvorki stundar nám né vinnu.

Hvar er þjónustan sótt?

Fræðsla og ráðgjöf er veitt í húsnæði Námsflokkanna að Suðurlandsbraut 32 (2. hæð).
Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum. Reynt verður eftir megni að finna vinnustaði sem þátttakendur kjósa.

Fyrirkomulag

Greitt verður fyrir störf þátttakenda þá 30 daga sem starfsþjálfunin fer fram. Að verkefninu loknu eiga þáttakendur að hafa fengið reynslu af vinnumarkaði sem gæti hjálpað þeim að útvega sér vinnu. Einnig munu þátttakendur hafa fengið góða námsráðgjöf og fræðslu.

Hvernig er fræðslan samsett?

Fræðslan verður samsett af list- og verkgreinum, sjálfseflingu, námstækni og starfsfræðslu.Fræðsluhlutinn er 335 kennslustundir og hugsanlegt er að fá það nám metið til eininga á framhaldsskólastigi í samræmi við reglur þess skóla sem nám er stundað við.
Þeir áfangar sem til greina koma eru lífsleikni og hugsanlega valeiningar hverrar brautar.

Fyrirspurnir og ábendingar

Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Iðunn Antonsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umsóknir þurfa að fara í gegnum Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar:

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts:

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts er í Hraunbæ 115, sími 411-1200.

Þjónustumiðstöð Breiðholts:

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts er í Álfabakka 12, sími 411-1300.

Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður:

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa í Grafarvogi og á Kjalarnesi (Miðgarður) er á Gylfaflöt 5, sími 411-1400

Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals- og Háaleitis er í Síðumúla 39, sími 411-1500.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er á Laugarvegi 77, sími 411-1600.

Prenta | Netfang