Kvennasmiðja

Markmiðið með Kvennasmiðju er að veita mæðrum sem ekki hafa verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið tækifæri til að bæta menntun sína og verða færari um að komast út á vinnumarkað að nýju og/eða í áframhaldandi nám.

Fyrirkomulag

Í hverjum hópi er 16-20 konur. Kennt er 4-5 sinnum í viku í 18 mánuði.
Námið er þríþætt þar sem það skiptist í að vera bóklegt, skapandi og sjálfstyrkjandi. Verkefnið er í stöðugri þróun.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla fer fram hjá Námsflokkum Reykjavíkur við Suðurlandsbraut 32 (2. hæð) og Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Fyrsti hópurinn fór af stað í apríl 2001 og í dag er tuttugasta og fjórða Kvennasmiðjan við nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

Árangursmat

Reglulegt mat er gert á verkefninu hjá Velferðarsviði. Kvennasmiðjukonur eru almennt ánægðar með að hafa fengið þetta tækifæri til náms og endurhæfingar.

Fyrirspurnir og ábendingar

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá Jódísi Káradóttur náms- og starfsráðgjafa, Námsflokkum Reykjavíkur (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta |