Náms- og starfsráðgjöf
Námsflokkar Reykjavíkur bjóða Reykvíkingum eldri en 16 ára ókeypis náms- og starfsráðgjöf á Suðurlandsbraut 32.
Í hverju felst ráðgjöfin?
Ráðgjöfin getur falist í eftirfarandi eftir þörfum hvers og eins:
- að meta styrkleika fólks og leggja fyrir áhugasviðspróf
- að ráðleggja um námsleiðir utan og innan Námsflokkanna
- að finna leiðir vegna sértækra námsörðugleika t.d. lestrarörðugleika
- að finna leiðir til að fjármagna nám
- að ráðleggja um námstækni
- að kenna markmiðssetningu
- að fylgjast með námsframvindu og hvetja til dáða
- að aðstoða við gerð ferilskrár og starfsval
Náms- og starfsráðgjafar Námsflokkanna
Elín Guðbjörg Bergsdóttir |
veitir ráðgjöf í Námsflokkum Reykjavíkur |
Jódís Káradóttir |
veitir ráðgjöf í Námsflokkum Reykjavíkur |
|
|