Minnum nemendur á að koma með sín eigin fjölnota drykkjarílát
Nemendur Námsflokkanna eru beðnir að koma með sín eigin fjölnota drykkjarílát eins og t.d. ferðabolla og vatnsflöskur til að minnka smithættu, vera umhverfisvæn og minnka sóun.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Nemendur Námsflokkanna eru beðnir að koma með sín eigin fjölnota drykkjarílát eins og t.d. ferðabolla og vatnsflöskur til að minnka smithættu, vera umhverfisvæn og minnka sóun.
Nemendur í Námskrafti C - Framhaldshópi mæta 4 daga í viku frá kl. 11-13:30, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Ekki er mæting á miðvikudögum, sjá stundaskrá hér að neðan.
Allir þurfa að mæta með eigin skriffæri; blýant, strokleður og yddara, reikningsbók í stærðfræði og vandanðan vasareikni ef við á. (Ekki er notaður vasareiknir með bókinni Allt með tölu).
Nemendur fá upplýsingar um hvaða námsgögn verði notuð í ensku í tíma í dag.
Námskraftur C - Framhaldshópur |
Haustönn 2020 |
|
|
Tímar: 12 |
Byrjunarstundaskrá Námskrafts A og B hefur breyst örlítið.
Dagskrá föstudags færist á þriðjudag og öfugt.
Þau mæta því í hópefli, sauma og stærðfræði á morgun þriðjudaginn 25. ágúst frá kl. 9 til 11 en ljúka skyndihjálp föstudaginn 28. ágúst og eru þá frá kl. 9-12.
Sjá uppfærðar stundatöflur hér fyrir neðan:
Námskraftur A - Íslenskuhópur |
Haust 2020 |
|
Námskraftur B - Félagsvísindahópur |
Haust 2020 |
|
Ný fyrirmæli hafa borist um að nemendur þurfi að bera grímur í list- og verkgreinatímum þegar ekki er hægt að tryggja 1-2 metra fjarlægð.
Gott er að nemendur séu alltaf með hreinar grímur meðferðis en eiga að koma með hreinar grímur þá daga sem þeir mæta í list- og verkgreinar.
Einnota grímur má nota í 4 klukkustundir að því loknu skal þeim hent í rusl, hendur þvegnar í 20 sekúndur og sprittaðar.