Hagnýt enska
Hagnýt enska: Yes og no, og thank you er ekki nóg þegar á reynir. Til að ná hagnýtri kunnáttu í ensku hvort sem það er hérna heima eda erlendis þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Hagnýt enska: Yes og no, og thank you er ekki nóg þegar á reynir. Til að ná hagnýtri kunnáttu í ensku hvort sem það er hérna heima eda erlendis þá er þetta námskeið fyrir þig.
Fatahönnun: Nemendur læra að hanna og sauma einfalda flík samkvæmt grunnsniðum. Hægt verður að skreyta flíkina með aðferð silkiþrykks.
Silkiþrykk: kennt verður einföld aðferð til silkiþrykks þar sem notuð er stensil aðferð. Nemendur skera út stensil/sniðmát sem svo er límt á silkiþrykksramma. Prentlitir eru innfaldir í námskeiðisgjaldinu, svo og glærur. Aðeins þarf að mæta með nóg til að prenta á, en hægt er að prenta á efni, föt, púða, tösku og hvað sem er.
Sögur og ljóð: Markmið námskeiðsins er að opna augu nemenda fyrir hinu myndræna í texta. Við lesum ljóð og sögubrot með sérstakri áherslu á myndmálið. Skoðum hvernig orð breytast í myndir og myndir í orð. Nemendur vinna áhugaverð verkefni þar sem áhersla er lögð á samvinnu.
Hreyfimyndagerð: Grunnatriði í hreyfimyndagerð. Kennt er á forritið StopMotion Pro og búið til myndskeið sem svo flutt yfir í forritið MovieMaker. Farið verður yfir undirstöðuatriði í klippingu og tónlist og titlum bætt við myndskeiðið. Sé áhugi fyrir hendi verður unnið með viðfangsefni úr sögu- og ljóðahlutanum.
Íslenska: Hvernig væri að lesa bók sér til yndis og ánægju? Lesin verður stutt skáldsaga og rýnt í hana út frá ýmsum sjónarhornum. Hægt verður að tengja verkefnavinnu skáldsögunnar við Illustrator.
Illustrator er forrit sem notað er af grafískum hönnuðum til að setja upp efni fyrir prent og net. Forritið býður uppá ótrúlega spennandi leiðir í uppsetningu. Farið verður yfir grundvallaratriðin í Illustrator og kennt hvernig hægt er að setja upp grafík t.d. plakat á einfaldan hátt m.a. með því að nýta sér gögn af neti og breyta ljósmyndum yfir í grafík á einfaldan hátt. Athugið að enginn undirbúningur er nauðsynlegur.
Spænska: Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur læra um spænskt tungumál og menningu spænskumælandi þjóða. Farið er yfir grundvallaratriði í spænskri málfræði. Leitast er við að þjálfa talað mál, skrifað mál, hlustun og lesskilning, ásamt því að byggja upp orðaforða.
Spænsk matargerð: Farið verður í undirstöðuatriði spænskrar matargerðar. Ýmsir girnilegir réttir verða á boðstólnum, m.a. hinir margrómuðu tapasréttir.
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Sími: 411-6540
Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is
Skrifstofutími frá 08:15 til 13:15 alla virka daga