Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Námsflokkar Reykjavíkur bjóða Reykvíkingum eldri en 16 ára ókeypis náms- og starfsráðgjöf á Suðurlandsbraut 32. Ráðgjöfin getur falist í eftirfarandi eftir þörfum hvers og eins:
að meta styrkleika fólks og leggja fyrir áhugasviðspróf
að ráðleggja um námsleiðir utan og innan Námsflokkanna
að finna leiðir vegna sértækra námsörðugleika t.d. lestrarörðugleika
Auður Kristinsdóttir sérkennslufræðingur býður lestrargreiningu og lestrarkennslu sími 893-3961 netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.