Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Starfskraftur í Breiðholti, sem er verkefni á vegum „Menntunar núna", hefur göngu sína í Gerðubergi fimmtudaginn 16. október kl. 13. Verkefninu lýkur fimmtudaginn 27. nóvember. Stundaskrá verkefnisins er að finna hér. Athugið að fyrsta daginn er hópefli.
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 17. september endurskoðaða félagslega menntastefnu. Af því tilefni var fundað í húsnæði Námsflokka Reykjavíkur á Suðurlandsbraut 32. Sjá nánar hér.
Starfskraftur hefst föstudaginn 19. september (náist í hóp).
Það eru 12 pláss fyrir 16-18 ára. Viðmiðið er að þau hafi lokið skólaskyldu eða séu 18 ára á árinu 2014 og að þau séu hvorki í vinnu né námi.
Umsóknir þurfa að berast frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á netföngin með upplýsingum um viðkomandi og símanúmeri forráðamanns svo hægt sé að boða í kynningarviðtal:
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Allir umsækjendur eru boðaðir í kynningarviðtal til okkar í Námsflokkana með forráðamanni (nema þau sem eru orðin 18 ára, fá að ráða því sjálf hvort þau vilji hafa forráðamann með).
Fyrstu 4 vikurnar eru námskeið í Námsflokkunum og síðan fara þau í launaða starfsþjálfun úti á vinnumarkaði 3 daga vikunnar en mæta í Námsflokkana 2 daga, mánudaga og föstudaga. Útskrift úr Starfskrafti verður miðvikudaginn 17. desember.