• Grafík
 • Gítar
 • Heklað
 • Prjónað
 • Saumar
 • Saumar2
 • Saumar3
 • Silfurhringar
 • Silfurmen
 • Silfursmíði
 • Silfursmíði2
 • Slappað af
 • Stúderað
 • Talgad
 • Talgad2
 • Tolvur
  postur 1
  vidburdir 1

  myndasafn 1

  greinasafn 1

  Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

   Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

  Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

  Aldrei of seint

  Presentation in English

  Rithöfundakynningar

  Síðastliðinn miðvikudag kom Ófeigur Sigurðsson og las upp úr bók sinni Öræfi fyrir nemendur og starfsfólk. Spunnust mjög áhugaverðar umræður í kjölfarið og þökkum við höfundi kærlega fyrir komuna. Meira um Ófeig Sigurðsson hér.

  Á miðvikudaginn kemur, þann 17. desember kl. 9-10, kemur Kristín Steinsdóttir til okkar og les upp úr nýútkominni bók sinni Vonarlandið. Hvetjum við nemendur og starfsfólk til að koma við og njóta stundarinnar. Meira um Kristínu Steinsdóttur hér.

  75 ára afmæli Námsflokkanna

  Námsflokkarnir fagna 75 ára afmæli

  Um þessar mundir er haldið upp á 75 ára afmæli Námsflokka Reykjavíkur sem stofnaðir voru 1939. Markmið þeirra hefur frá upphafi verið að veita fullorðnu fólki tækifæri til að bæta menntun sína, sértæka sem og almenna. Námsflokkarnir hafa alla tíð verið frumkvöðlar á sviði fullorðinsfræðslu. Starfsemin hefur tekið breytingum samfara breytingum á menntakerfinu og þörfum samfélagsins. Þannig fólst námsframboð fyrstu áratuganna einkum í frístundanámi, en 1970 var byrjað að bjóða upp á nám í fyrstu áföngum framhaldsskólans. 1990 var atvinnuleitendum boðið upp á viðbótarnám og íslenska fyrir útlendinga bættist við námsframboð NR á árinu 1994. Á árunum 1998 – 2005 voru þróuð ýmis námstilboð sem fólust í blöndu bóklegs og verklegs náms, sjálfsstyrkingu og starfsþjálfun. Hin síðari ár hefur starfsemin falist í menntunartilboðum til hópa fullorðinna og ungmenna,  bóknámi og starfsnámi, allt frá einni önn til 18 mánaða. Helstu samstarfsaðilar NR eru velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og mennta- og menningarmálaráðuneytið. 

  Fyrsti forstöðumaður Námsflokkanna var Ágúst Sigurðsson, sem sótti hugmyndir um fullorðinsfræðslu til Danmerkur og Svíþjóðar. Guðrún Halldórsdóttir var forstöðumaður Námsflokkanna í þrjá áratugi, en Björg Árnadóttir tók við starfi hennar 2005. Iðunn Antonsdóttir hefur verið forstöðumaður Námsflokkanna frá árinu 2008. Markmið NR eru að mæta af fagmennsku og virðingu fullorðnum einstaklingum sem vilja breyta lífi sínu með aukinni menntun,  að varðveita sveigjanleika óformlegs náms í samspili við festu formlegs náms annarra menntastofnana og að vinna samkvæmt félagslegri menntastefnu Reykjavíkurborgar að því að auka lífsgæði og samfélagsþátttöku fólks í gegnum menntun.

  afmaeli NF 011 Small

  Ragnar- sviðstjóri skóla- og frístundasviðs, Iðunn - forstöðumaður Námsflokkanna og Skúli - formaður skóla- og frístundaráðs

  Continue Reading

  Danmerkurferð starfsfólks

  Þann 1.-4. október síðastliðinn lögðu nokkrir starfsmenn Námsflokkanna land undir fót og skoðuðu fjórar fullorðinsfræðslustofnanir í Kaupmannahöfn. Um var að ræða stofnanirnar Spydspidsen, VUF, KVUC og SputnikSTU og er óhætt að segja að þátttakendur hafi komið heim reynslunni ríkari og með ýmsar hugmyndir í farteskinu.

  IMG 13331

   

  Fleiri greinar...

  Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

  Sími: 411-6540

  Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

  Skrifstofutími frá 08:15 til 13:15 alla virka daga