Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

Husid

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

Aldrei of seint

Öll kennsla fellur niður frá og með morgundeginum 25. mars

Öll kennsla fellur niður í Námsflokkunum frá og með morgundeginum, fimmtudeginum 25. mars 2021, vegna hertra samkomubanna.

Frekari upplýsingar verða sendar til nemenda þriðjudaginn 6. apríl um framhald kennslu eftir páskaleyfi.

Nýr Námskraftshópur hefst mánudaginn 15. mars náist í 10 manna hóp

Umsóknir óskast í nýjan Námskraftshóp sem hefst mánudaginn 15. mars kl. 8:30 náist í 10 manna hóp. 

Um er að ræða 10 eininga námsúrræði á framhaldsskólastigi fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. 

Kennt verður 4 daga í viku fyrir hádegi frá 15. mars - 15. júní: 

  Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur  Fim.  Föstudagur 
08:30-9:10 Myndlist Myndlist Stærðfræði   Stærðfræði
           
9:20-10:00 Myndlist Myndlist Stærðfræði   Stærðfræði
           
10:10-10:50 Myndlist Myndlist Stærðfræði   Stærðfræði
           
11:10-11:50     Umsjón   Heimanám

Sjá frekari upplýsingar í bæklingi hér

Hægt er að sækja um á menntagatt.is, hér á heimasíðunni eða með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Fleiri greinar...

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga