Velkomin á vef Námsflokka Reykjavíkur

Husid

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!

Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.

Aldrei of seint

Undirbúningsáfangi í íslensku á vor-sumarönn í Námskrafti

Kennsla í undirbúningsáfanga í íslensku á vor-sumarönn hófst í gær, þriðjudaginn 31. janúar. 

Kennt verður þrjá daga í viku fram í maí en svo tekur við námssprettur fram í júní til að ljúka áfanganum.

 Sjá stundaskrá í íslensku hér

Opið er fyrir umsóknir í Námskraft og hægt að sækja um hér

Skyndihjálpardagar hálfnaðir og undirbúningsáfangi í íslensku hefst í næstu viku

Nú eru skyndihjálpadagarnir hálfnaðir. Nemendur mæta á morgun föstudaginn 27. janúar og mánudaginn 30. janúar í skyndihjálp frá kl. 8:30-11:50. Sjá stundaskrá skyndihjálpardaga hér. 

Þeir sem lokið hafa skyndihjálpinni áður mæta í  STÆRÐFRÆÐI kl. 8:30 á morgun föstudag, 27. janúar og MYNDLIST kl. 11:10 á mánudaginn, 30. janúar samkvæmt sinni stundaskrá þessa daga. Sjá stundarskrá hér. 

Á þriðjudeginum 31. janúar hefst svo undirbúningsáfangi í íslensku á vor-sumarönn fyrir þá sem þurfa að taka þann áfanga. Sjá stundaskrá hér. 

Opið er fyrir umsóknir í Námskraft og áhugasamir beðnir um að hafa samband hér.

 

Stundatöflur Námskrafts

Stundatöflur Námskrafts er hægt að finna hér: 

Hópur A: félagsfræði, lífsleikni, myndlist og stærðfræði.

Hópur B: félagsfræði, lífsleikni, myndlist og stærðfræði.

Hópur B - Aðrar greinar: fjarnámsstuðningur, lífsleikni II og spurningaleikir.

Nemendur eiga almennt aðeins að kaupa eina bók í stærðfræði í samræmi við þann áfanga sem þau taka og rafræna bók í félagsfræði. Sjá bókalista hér.

Skyndihjálp verður kennd mánudaginn 23. janúar, fimmtudaginn 26. janúar, föstudaginn 27. janúar og mánudaginn 30. janúar frá kl. 8:30-11:50 í stað hefðbundinna stundataflna. Sjá Annaryfirlit hér.

Gagnlegt er fyrir nemendur að kynna sér reglur Námskrafts hér.

Opið fyrir umsóknir í Námskraft sem hefst 12. janúar

Enn er hægt að sækja um í Námskrafti  í gegnum Menntagátt og hér á vefnum okkar sem hefst 12. janúar

Upplýsingar um Námskraft er að finna hér með fyrirvara um breytingar vegna nemendafjölda og námslegum þörfum hópsins.

Áhugasamir 16-20 ára geta fengið að koma í kynningarviðtal (með forráðamönnum), vinsamlegast sendið póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að óska eftir kynningarviðtali. 

Annaryfirlit vorannar 2023 má að skoða hér. 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsfólk Námsflokka Reykjavíkur óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

Við þökkum fyrir samveruna og samstarfið á árinu og óskum nemendum okkar velfarnaðar í framtíðinni. 

Málverk blóm skírteini útskrift Námskrafts Haust 2022 kroppuð

Fleiri greinar...

Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík

Sími: 411-6540

Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is

Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga