Kennsla hefst aftur hjá Kvennasmiðju 23 mánudaginn 12. apríl
Nemendur í Kvennasmiðju 23 eiga að mæta aftur í Námsflokkana mánudaginn 12. apríl.
Nemendur fá sendar ítarlegri upplýsingar fyrir helgi.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Nemendur í Kvennasmiðju 23 eiga að mæta aftur í Námsflokkana mánudaginn 12. apríl.
Nemendur fá sendar ítarlegri upplýsingar fyrir helgi.
Miðvikudaginn 7. apríl hefst kennsla aftur í Námsflokkunum eftir páskaleyfi.
Nemendur í Námsfkraftshópum og Kvennasmiðju 24 mæta samkvæmt stundaskrá í fyrramálið.
Minnum á sóttvarnir og hlökkum til að sjá nemendur í húsi.
Öll kennsla fellur niður í Námsflokkunum frá og með morgundeginum, fimmtudeginum 25. mars 2021, vegna hertra samkomubanna.
Frekari upplýsingar verða sendar til nemenda þriðjudaginn 6. apríl um framhald kennslu eftir páskaleyfi.
Umsóknir óskast í nýjan Námskraftshóp sem hefst mánudaginn 15. mars kl. 8:30 náist í 10 manna hóp.
Um er að ræða 10 eininga námsúrræði á framhaldsskólastigi fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.
Kennt verður 4 daga í viku fyrir hádegi frá 15. mars - 15. júní:
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fim. | Föstudagur | |
08:30-9:10 | Myndlist | Myndlist | Stærðfræði | Stærðfræði | |
9:20-10:00 | Myndlist | Myndlist | Stærðfræði | Stærðfræði | |
10:10-10:50 | Myndlist | Myndlist | Stærðfræði | Stærðfræði | |
11:10-11:50 | Umsjón | Heimanám |
Sjá frekari upplýsingar í bæklingi hér.
Hægt er að sækja um á menntagatt.is, hér á heimasíðunni eða með því að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Karlasmiðja 11 útskrifast á morgun föstudaginn 26. febrúar kl 10