Öskudagur
Takk fyrir daginn og njótið vetrarfrísins á morgun og hinn.
Sjáumst hress á mánudaginn.
Á þessari síðu er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemi Námsflokkanna. Svo lengi lærir sem lifir!
Markmið Námsflokkanna eru að veita fólki tækifæri til að bæta menntun sína, að fylla upp í þau skörð í fræðsluframboði sem eru í hinu almenna fræðslukerfi og styðja þá sem borið hafa skarðan hlut frá borði í skólanámi, auk þess að auka grunnmenntun og bæta félagslega stöðu almennings sem er eigandi Námsflokkanna.
Aldrei of seint
Takk fyrir daginn og njótið vetrarfrísins á morgun og hinn.
Sjáumst hress á mánudaginn.
Minnum á að vetrarfí verður í Námskrafti fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar.
Nú eru skyndihjálpadagarnir hálfnaðir. Nemendur mæta á morgun föstudaginn 27. janúar og mánudaginn 30. janúar í skyndihjálp frá kl. 8:30-11:50. Sjá stundaskrá skyndihjálpardaga hér.
Þeir sem lokið hafa skyndihjálpinni áður mæta í STÆRÐFRÆÐI kl. 8:30 á morgun föstudag, 27. janúar og MYNDLIST kl. 11:10 á mánudaginn, 30. janúar samkvæmt sinni stundaskrá þessa daga. Sjá stundarskrá hér.
Á þriðjudeginum 31. janúar hefst svo undirbúningsáfangi í íslensku á vor-sumarönn fyrir þá sem þurfa að taka þann áfanga. Sjá stundaskrá hér.
Opið er fyrir umsóknir í Námskraft og áhugasamir beðnir um að hafa samband hér.
Stundatöflur Námskrafts er hægt að finna hér:
Hópur A: félagsfræði, lífsleikni, myndlist og stærðfræði.
Hópur B: félagsfræði, lífsleikni, myndlist og stærðfræði.
Hópur B - Aðrar greinar: fjarnámsstuðningur, lífsleikni II og spurningaleikir.
Nemendur eiga almennt aðeins að kaupa eina bók í stærðfræði í samræmi við þann áfanga sem þau taka og rafræna bók í félagsfræði. Sjá bókalista hér.
Skyndihjálp verður kennd mánudaginn 23. janúar, fimmtudaginn 26. janúar, föstudaginn 27. janúar og mánudaginn 30. janúar frá kl. 8:30-11:50 í stað hefðbundinna stundataflna. Sjá Annaryfirlit hér.
Gagnlegt er fyrir nemendur að kynna sér reglur Námskrafts hér.
Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Sími: 411-6540
Netfang: namsflokkar[hjá]rvkskolar.is
Skrifstofutími frá 09:00-13:00 alla virka daga