Starfskraftur hefst í vikunni

Starfskraftur hefst föstudaginn 19. september (náist í hóp). 

 
Það eru 12 pláss fyrir 16-18 ára. 
Viðmiðið er að þau hafi lokið skólaskyldu eða séu 18 ára á árinu 2014 og að þau séu hvorki í vinnu né námi. 
 
Umsóknir þurfa að berast frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á netföngin með upplýsingum um viðkomandi og símanúmeri forráðamanns svo hægt sé að boða í kynningarviðtal: 

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Allir umsækjendur eru boðaðir í kynningarviðtal til okkar í Námsflokkana með forráðamanni (nema þau sem eru orðin 18 ára, fá að ráða því sjálf hvort þau vilji hafa forráðamann með). 

 
Fyrstu 4 vikurnar eru námskeið í Námsflokkunum og síðan fara þau í launaða starfsþjálfun úti á vinnumarkaði 3 daga vikunnar en mæta í Námsflokkana 2 daga, mánudaga og föstudaga. Útskrift úr Starfskrafti verður miðvikudaginn 17. desember.
 
Nánari upplýsingar er að finna hér: Annaryfirlit, stundatöflur og bæklingur um Starfskraft 

Prenta | Netfang

Námssprettir í september og október

Skemmtun

Aldrei of seint!                                                    

Langar þig í stutt hagnýtt nám?

Námssprettir í september og október!

Tvisvar í viku, ýmist á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum eða fimmtudögum, kl. 14:00-16:00. Alls 16 skipti

Umsókarfrestur út ágúst.

Skráning: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 411-6540

Prenta | Netfang

Námssprettir á haustönn

Fyrirhugaðir eru svokallaðir námsprettir á haustönn. Um er að ræða námspretti í íslensku, menningarmiðlun, dönsku, ensku, spænsku, spænskri matargerð, heimspeki/siðfræði og list- og verkgreinum. Hver grein verður kennd eftir hádegi tvisvar í viku. Kennsludagar eru mánudagar-fimmtudagar. Kennslutímabil er 1. september-30. október. Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðu í ágústbyrjun.

Prenta | Netfang