Blómleg útskrift úr Námskrafti á föstudaginn

Blóm úr útskrift Námskrafts vor 2018 mynd 1

Nemendur í Námskrafti útskrifuðust síðastliðinn föstudag og fengu blóm í tilefni dagsins. 

Átján nemendur útskrifuðust með einingar á framhaldsskólastigi. 

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í komandi námi og starfi. 

Prenta | Netfang

Páskaleyfi nemenda!

Síðasti kennsludagur fyrir páska er föstudagurinn 23. mars og kennsla hefst aftur eftir páskaleyfi miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundaskrá í Námsflokkum Reykjavíkur. 

Námskraftur á að mæta kl. 10 fyrsta kennsludag eftir páska, miðvikudaginn 4. apríl. 

Páskaleg mynd skorin með Gleðilega páska skrifað inn á

Prenta | Netfang

Óskum eftir skrifstofustjóra sem getur hafið störf sem fyrst! Tímabundin ráðning til þriggja mánaða í 40% starf.

Óskum eftir skrifstofustjóra í 40% starf hjá Námsflokkum Reykjavíkur.

Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi, sem býr yfir færni í mannlegum samskiptum, almennri góðri tölvufærni og getur annast umsjón með tölvum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Um er að ræða tímabundið starf í þrjá mánuði.

Sjá frekari upplýsingar og rafrænt umsóknaeyðublað á reykjavik.is

Prenta | Netfang