Fab Lab dagar í Námskrafti í byrjun desember

Námskraftur B (heimspeki) verður í Fab Lab mánudaginn 3. desember og fimmtudaginn 6. desember frá kl. 8:30-13:15 (þeir sem vilja geta verið til 14:30). 

Námskraftur A (íslenska) verður í Fab Lab miðvikudaginn 5. desember og mánudaginn 10. desember frá kl. 8:30-13:15 (þeir sem vilja geta verið til 14:30).

Mæting er beint í Fab Lab sem er til húsa í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, gengið er inn um sérinngang á hlið skólans, beint á móti inngangi Breiðholtslaugar. 

Sjá annaryfirlit með Fab Lab dögum hér.

Prenta | Netfang

Starfskraftur hefst mánudaginn 8. október náist í hóp

Starfskraftur er einnar annar náms- og starfsþjálfunarúrræði fyrir 16-18 ára  reykvísk ungmenni sem hvorki stunda nám né vinnu.

 Vísanir í Starfskraft þurfa að berast í gegnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar: Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness - Miðgarði, Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. 

Kennt er í Námsflokkum Reykjavíkur en starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum á Höfuðborgarsvæðinu. 

Ungmenni í Starfskrafti fá greidd starfsþjálfunarlaun fyrir unna tíma. 

Sjá ýtarlegri upplýsingar í bæklingi, annaryfirliti og hér.

Prenta | Netfang