Heimsókn frá Írlandi

Dagana 1.-3. nóvember komu sex kennarar frá Írlandi í heimsókn. Fengu þeir kynningu á öllum helstu verkefnum Námsflokkanna. Gestunum var hugleikið hvernig hlúð er að nemendum Námsflokkana í gegnum list- og verkgreinar og sjálfsstyrkingu, auk þess sem þeir höfðu mikinn áhuga á starfsþjálfun og uppbyggingu íslenska menntakerfisins. Einnig sátu þeir í tímum og fengu þar til að mynda kynningu á Egils sögu og víkingur í fullum skrúða kom í heimsókn. Jafnframt heimsóttu þeir Fablab, skoðuðu snyrtideild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og kynntu sér starfsemi Fjölsmiðjunnar.

Gestirnir kynntu sinn skóla, Templemore College í Tipperary, sem liggur á mörkum framhaldsskóla og háskóla og sinnir bæði ungu fólki og fullorðnum. Er það von okkar að við eigum eftir að heimsækja skólann í framtíðinni.

 2017 11 03 12.11.51

Prenta | Netfang