Þróunarstyrkur til uppbyggingar bataskóla á Íslandi

Fimmtudaginn 10. nóvember tók Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, við þróunarstyrk til uppbyggingar bataskóla á Íslandi úr höndum Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Virk. Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokkanna var viðstödd fyrir hönd stofnunarinnar. Fögnum við þessum áfanga.

 Afhending Virk

Frá vinstri: Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Prenta | Netfang