Stofnun bataskóla á Íslandi

Námsflokkar Reykjavíkur áttu aðild að málþingi á vegum Landssamtakanna Geðhjálpar sem haldið var í gær á Grand hótel um stofnun bataskóla á Íslandi. Bataskólinn er m.a. ætlaður notendum heilbrigðiskerfisins og aðstandendum þeirra. Málþingið sóttu ríflega 200 manns og þótti takast vel. Dagur B. Eggertson opnaði þingið og að því loknu stigu margir fyrirlesarar á stokk. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar svaraði spurningunni Hvers vegna Bataskóli? Helen Brown skólastjóri Bataskólans í Nottingham og Angela Mullholland jafningafræðari við sama skóla sögðu frá tilurð og starfsemi skólans. Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur og Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Velferðarsviðs héldu jafnframt erindi um stofnun og útfærslu bataskóla á Íslandi. Linda Dögg Hólm, ráðgjafi Geðhjálpar, talaði út frá sjónarhorni notenda gagnvart bataskóla á Íslandi, sem hún taldi fulla þörf á. Að loknum erindum voru pallborðsumræður með fulltrúum frá Klúbbnum Geysi, Hlutverkasetri, Hugarafli, Vin, Geðheilsustöð Breiðholts og Landspítalanum.

Námsflokkarnir munu hýsa starfsemina og gert er ráð fyrir að fyrstu nemendurnir komi til starfa á haustönn 2017. Sjá nánar á Facebook síðu okkar. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Geðhjálpar.

Helen og Angela

Helen og Angela frá Bataskólanum í Nottingham.

Kristjana, skrifstofustjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Iðunn, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur.

 

Salurinn

 

Prenta |