Fyrirhugað er að Starfskraftur hefjist 14. október

Starfskraftur er fyrir ungmenni 16-18 ára (búin með grunnskólaskyldu og mega vera 18 ára á árinu) sem hvorki stunda nám né vinnu og eru með lögheimili í Reykjavík. Það eru 12 pláss í Starfskrafti.

Áætlað er að Starfskraftur hefjist föstudaginn 14. október kl. 13-15 í Námsflokkum Reykjavíkur náist í hóp.

Fyrstu fjórar vikurnar eru námskeið fjóra daga vikunnar í Námsflokkum Reykjavíkur, einn dagur fer í hópstarfsþjálfun/-kynningu. Áætlað er að einstaklingsstarfsþjálfun hefjist 15. nóvember og standi í 5 vikur (mögulega 114 starfsþjálfunartímar með hópstarfsþjálfun). Föstudaginn 16. desember vinna þau lokaverkefni í Námsflokkunum og útskrifast svo að því loknu.

Sjá upplýsingabækling hér og annaryfirlit hér.

Umsóknir berist til Elmu Vagnsdóttur This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Námsflokka Reykjavíkur This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með tölvupósti þar sem fram koma helstu upplýsingar um viðkomandi nemanda og foreldra þegar við á (kt. og símanúmer). Boðið verður í kynningarviðtal.

Prenta | Netfang